Gönguferðir

Stika og hraunhóllÁ fundi Hraunavina 15. apríl var ákveðið að Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina bjóði upp á leiðsögn um ,,fórnarland“ Álftanesvegar og verði göngurnar á eftirtöldum dögum:
föstudag 19. apríl – mæting kl. 17.30
laugardag 20. apríl – mæting kl. 11.00
mánudag 22. apríl – mæting kl. 18.30
föstudag 26. arpíl – mæting kl. 17.30
laugardag 27. apríl – mæting kl. 11.00 (kosningadagur)
mánudag 29. apríl – mæting kl. 18.30
Þriðjudag 30. apríl – mæting kl. 17.30.
Safnast verður saman við innkeyrslu í Prýðishverfi  við Álftanesveg og er áætlaður göngutími um ein og hálf klukkustund. Fyrst verður gengið að Ófeigskirkju og horft yfir svæðið þar sem mislægu gatnamótin eiga að vera með fjórum akreinum. Síðan að Kjarvalsklettum og þaðan að Garðastekk. Til baka með vesturjaðri hraunsins og upp á núverandi Álftanesveg og að upphafsstað.
 
Sjón er sögu ríkari er sagt og persónuleg upplifun er kannski áhrifaríkust til að fólk geri sér í hugarlund þá eyðileggingu sem mun verða með boðuðum Álftanesvegi. Að öllu óbreyttu verður skrifað undir verksamning fyrir lok þessa mánaðar og svo verður strax farið að sprengja.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *