Monthly Archives: október 2009

Hraun

Friðun nyrsta hluta Gálgahrauns

Solarlag i GalgahrauniGunnar Einarsson bæjarstjóri Garðarbæjar og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfestu friðlýsingu nyrsta hluta Gálgahrauns, ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar í landi bæjarins með undirskriftum sínum 6. októbe 2009.  Samkvæmt auglýsingu sem birt var í Stjórnartíðindum í kjölfar friðlýsingarinnar er markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns: að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð. read more »