Monthly Archives: desember 2010

Hraun

Fallegir ískristallar

 

Fyrstu dagana í desember hefur náttúran skartað sínu fegursta í froststillunum sem hafa verið dögum saman á suðvesturhorninu. Ískristallar og héla mynda skrautlegar frostrósir á hraunklettum, stráum og lyngi hvert sem litið er. Jarðvegurinn er gaddfreðinn og kristallarnir glitra og sindra dulúðugu geislaflóð þá stuttu stund yfir daginn þegar sólin er enn á lofti. Það er vel þess virði að klæða sig í skjólgóðan fatnað og góða gönguskó og halda í gönguferð eitthvað út í náttúruna til þess eins að njóta þessa sérstæða náttúrufyrirbæris á meðan svona er ástatt. read more »