Monthly Archives: apríl 2011

Hraun

Gönguleið með ströndinni milli Straums og Lónakots

Straumur og Straumsvík, séð frá Litla Lambhaga

Gamla byggðin sem var í Hraunum við Straumsvík er fyrir löngu farin í eyði en þar er sitthvað forvitnilegt að sjá. Mannvistarminjar, gróið hraun, merkileg fjara og margt annað. Þarna voru um aldir nokkur smábýli þar sem byggt var á sjósókn og búskap. Norðan Reykjanesbrautar voru flest býlin en einnig voru nokkur sunnan brautarinnar. Enn sunnar í svonefndum Almenningi voru selstöður kotanna í Hraunum, fjárskjól í hellum og skútum, grösug beitilönd og svonefndir Almenningsskógar. Þeir voru nýttir til fjárbeitar og kolagerðar en einnig kom fyrir að hægt var að taka þar stórviði til húsagerðar. read more »

Greinar

Kershellir við Sléttuhlíðarhorn

Kershellir er rétt norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli sem er stutt frá hinni fornu þjóðleið Selvogsgötu, eða Selvogsvegi eins og leiðin var kölluð í upphafi 20. aldar. Hellirinn er í hrauntröð frá þeim tíma er gaus í Búrfells eldstöðinni fyrir um 7000 árum. Þak hrauntraðarinnar hefur hrunið á nokkrum stöðum og opnað leið inn í hellakerfi sem auðvelt er að skoða. Austast er Kershellir og norður af honum er Hvatshellir, en það er ekki auðvelt að komast að honum. Nokkrum tugum metrum neðar, þar sem hraunrausin er fallin saman að hluta, er skjólsæll slakki og niður af honum er Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir í Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín. Hleðsla í miðjum hellinum náði áður fyrr upp í loft, en er núna fallin að stórum hluta. Neðstur og nyrstur er svonefndur Sauðahellir, sem var notaður um tíma fyrir sauðfé, en þótti ekki alveg nógu góður til slíkra nota. Skammt frá honum er vallgróinn stekkur og austan hans er nátthaginn í jarðfalli. Þessir hellar voru í eina tíð nefndir einu nafni Kershellar, en einnig sundurgreindir með mismunandi nöfnum eftir því hverskonar not voru höfð af þeim í gegnum tíðina. read more »