Monthly Archives: ágúst 2011

Hraun

Gönguleiðaskiltin við Gálgahraun tekin í notkun

Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17.00 voru tvö gönguleiðaskilti afhjúpuð sem sýna gönguleiðir í Gálgahrauni. Annað skiltið er í hraunjaðrinum við Arnarvoginn á mótum Sjálands- og Ásahverfa, en hitt er á móts við Garðastekk neðan við miðjan Álftanesveg.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar hélt ræðu og þakkaði m.a. þeim þremur fyrirtækjum sem lögðu fram fjármuni til að þetta væri hægt en það voru Ikea, Íslandsbanki og Marel. Jafnframt þakkaði hann Hraunavinum sem áttu hugmyndina að uppsetningu skiltanna og sáu um ritun texta og sitthvað fleira. Umhverfisnefnd Garðabæjar hafði veg og vanda að vinnslu skiltanna og hafði umsjón með vinnslu þeirra.

read more »

Félagsstarf

Afhjúpun gönguleiða skilta

Meðal þeirra verkefna sem Hraunavinir hafa unnið að síðustu mánuði er gerð tveggja skilta sem sýna fornar leiðir í Gálgahrauni. Stjórn félagsins hefur unnið að þessu máli í góðri samvinnu við Umhverfisnefnd og  bæjarstjórn Garðabæjar. Nú er verkefnið komið á það stig að afhjúpun fer fram fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17.00. Athöfnin verður í hraunjaðri Gálgahrauns á móts við hringtorgið á mótum Hraunsholtsbrautar og Vífilsstaðarvegar vestan við Sjálandshverfið í Garðabæ.

read more »