Monthly Archives: desember 2011

Félagsstarf

Grænavatnsganga í tilefni aldarminningar Sigurðar Þórarinssonar

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld.

Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík.  

Brottför með rútu frá skrifstofu Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 kl. 14, sunnudaginn 8. janúar. Fargjald í rútur er kr. 1000 og greiðist við brottför.  Þeir sem fara á einkabílum greiða ekki gjald.  Þátttakendum í gönguferðinni eru útveguð blys en fólk er einnig hvatt til að taka með sér eigin blys eða kyndla.  read more »

Félagsstarf

Gleðileg jól

Hraunavinir fagna Vetrarsólstöðum sem voru 22. desember að þessu sinni og nú er sólin farin að hækka á lofti á nýjan leik. Nýtt tungl, sjálft jólatunglið, kviknaði 24. desember og þar með hófst 10. vika vetrar. Stutt er til áramóta en að fornu voru áramót við þessi tvenn tímamót þegar sól tók að hækka á lofti og jólatunglið kviknaði.

Svo vel vill til að margar þjóðir halda hátíðir um þessar mundir til að fagna væntanlegum umskiptum náttúrunnar og einnig til að einblína á kærleikann, nýtt og betra líf og bjartari framtíðarhorfur. read more »

Hraun

Hrútagjá og samnefnd dyngja

Hraunflæmið frá Straumsvík að Vatnsleysuvík að norðan og suður að Sveifluhálsi er að mestu komið frá dyngju sem er í um það bil tveggja kílómetra fjarlægð vestur af Vatnsskarði. Dyngjan er nefnd eftir mikilli gjá sem liggur umhverfis hana en norðvestasti hluti hennar heitir Hrútagjá og dyngjan þar af leiðandi Hrútagjárdyngja. Nafnið er frá þeim tíma þegar bændur á Hraunabæjunum héldu hrúta sína í gjánni allt fram undir jólaföstuna og smalar gættu þeirra sem og sauða sem voru í nærliggjandi Sauðahelli í Sveifluhálsi. Annar hluti gjárinnar sem er suðaustan við dyngjuna heitir Grænklofi og þar skammt frá er bílastæði við Djúpavatnsveg þar sem kjörið er að leggja áður en gígsvæðið er skoðað. read more »