Monthly Archives: mars 2012

Minjar

Hlöðnu húsin í Hraunum

Rétt vestan við Straumsvík var nokkuð þéttbýlt um aldir enda var búið á einum 12 smábýlum þegar mest var. Jarðirnar báru ekki mannmörg heimili en þar var engu að síður gott að búa á meðan fólk gat sinnt búskap og sjósókn jöfnum höndum. Fram undir þriðja áratug 20. aldar var byggðin í Hraunum nokkuð blómleg en þá fór fólki að fækka um leið og búskaparhættir breyttust og sjávarbyggðirnar á suðvestuhorni landsins sóttu í sig veðrið. Þeir sem settust að í Hraunum lögðu megin áherslu á sauðfjárbúskap og sjósókn enda var stutt á gjöful mið skammt undan landi. Sauðfé gekk úti árið um kring sem var nauðsynlegt þar sem túnskikar voru ekki margir eða umfangsmiklir. Helst var heyjað fyrir kýrnar á heimatúnum og grastóm í næsta nágrenni bæjarhúsana, en kúabúskapur byggði á því að hægt væri að mæta mjólkurþörf heimilismanna.   read more »

Hraun

Listin í hrauninu

Myndlistarmenn leita oft fanga í nánasta umhverfi sínu að fyrirmyndum til að mála eða nota liti og form náttúrunnar til að vinna óhlutbundin listaverk. Stundum orka fyrirmyndirnar svo sterkt á listamenn að þeir dragast að þeim aftur og aftur. Sama á við um útivistarfólk sem sækist eftir því árið um kring að komast aðeins út í óbyggðir til að dást að listasmíð náttúrunnar sem getur verið svo gefandi á margvíslegan hátt. Allsstaðar eru heillandi staðir sem veita innblástur og eru nærandi fyrir líkama og sál, ef maður gefur sér smá tíma til að gaumgæfa og njóta þess sem í boði er á hverjum stað á mismunandi árstímum. Slíkir staðir þurfa ekki að vera svo langt í burtu því stundum nægir að fara rétt aðeins út fyrir byggðamörkin til að finna heillandi náttúru, merkar minjar, fagurt landslag, skjólsæla laut eða góða útsýnisstaði, allt eftir því hvernig liggur á manni.     read more »