Monthly Archives: desember 2012

Félagsstarf

Jólakveðja

Hraunavinir óska landsmönnum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs.

Skýrslur

Margra áratuga barátta

Búrfellshraun, Gálgahraun og Álftanesvegur
Minnisblöð 7/12 2012, Reynir Ingibjartsson.

Engin mannvirki í Búrfellshrauni
Fram að tíunda áratug síðustu aldar var almennt litið á hraunið norðan núverandi Álftanesvegar (Garðahraun/Gálgahraun) sem útivistarsvæði sem bæri að vernda. Í grein sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur skrifaði í Náttúrufræðinginn 1972-1973 um aldur Búrfellshrauns, leggur hann áherslu á friðun hraunsins og því verði ekki raskað með mannvirkjum. Búrfellsgígur og Búrfellsgjá verða svo hluti af Reykjanesfólkvangi árið 1975, en fólkvangar eru friðlýstir.

Lítilsháttar grjótnám var í Urriðakotshrauni (Búrfellshrauni) sem stöðvað var af Náttúruverndarráði á sínum tíma. Þá voru uppi áform um skálabyggingar nálægt Búrfelli og Búrfellsgjá, en þeim áformum var hafnað af þáverandi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og Garðabæ, sjá grein Guðmundar Kjartanssonar. read more »

Félagsstarf

Hraunavinir funda með bæjarráðum Garðabæjar og Álftaness um Álftanesveg

Þann 18. desember voru fulltrúar Hraunavina boðaðir á fund með bæjarráðum Garðabæjar og Álftaness um nýjan Álftanesveg og verndun Gálgahrauns. Á fundinn mættu þeir: Eiður S. Guðnason, Gunnsteinn Ólafsson, Ingvar Arnarsson og Reynir Ingibjartsson úr stjórn Hraunavina, auk þeirra Lovísu Ásbjörnsdóttur og Sigmundar Einarssonar sem starfa hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ. read more »

Félagsstarf

Aðventuganga Hraunavina að Garðastekk

Það blés hressilega í suðaustan rigningarhraglanda, þegar gengið var að Garðastekk í annarri raðgöngu Hraunavina um hraunin sem kennd eru við Búrfell. En göngumennirnir fjórir létu veðrið ekkert á sig fá og heilsuðu aðventunni með eftirminnilegri gönguferð. read more »
Félagsstarf

Stuðningur vel þeginn

Á borgarafundi Hraunavina fimmtudaginn  29. nóvember 2012 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídaílnskirkju, létu margir  svolítið af hendi  rakna  til félagsins því sjóður þess er nánast  tæmdur vegna kostnaðar  við  kynningu á fundinum.  Þeir sem ekki voru  með   reiðufé  spurðu um bankareikning  félagsins. Hann er 0546-26-210220 og kennitala félagsins er 480207-1490.

Allur stuðningur er vel þeginn.

Félagsstarf

Ganga sunnudaginn 2. desember kl. 11:00

Hraunavinir efna til gönguferðar um Gálgahraun sunnudaginn 2. desember, fyrsta sunnudag í aðventu. Safnast verður saman við innkeyrsluna inn í Prýðahverfi við Álftanesveg kl. 11:00 og gengið að Garðastekk. Á leiðinni verður staldrað við á nokkrum merkum stöðum og sagt frá því helsta sem fyrir augu ber. Öllum er frjálst að mæta og taka þátt í göngunni. Meðal annars verður komið við hjá Kjarvalsklettum en þeir eru á meðal allra merkilegustu fyrirmynda Jóhannesar Kjarvals myndlistarmanns sem kom að þessum klettum á hverju einasta ári í rúmlega 20 ár og málaði þar fjölmörg málverk sem eru til víða um landið. Nokkur málverk frá þessum stað eru í eigu erlendra safna, þjóðhöfðingja og listaverkasafnara. read more »