Monthly Archives: september 2013

Málefni

Sextán ára barátta

Í janúar 1997 birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu, þar sem fram kom að náttúruverndarsamtök í landinu voru þá þegar farin að berjast gegn hugmyndum skipulags yfirvavalda í Garðabæ um færslu Álftanesvegar að hluta til í gegnum Gálgahraun.

Hægt er að smella á blaðsíðurnar og þá stækka þær.

MblGalgahraun1997MblGálgahraun2

Málefni

Stundarfriður

Á fundi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hélt föstudaginn 27. september mættu fulltrúar Hraunavina og annarra náttúruverndarsamtaka, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og bæjaryfirvalda í Garðabæ.

Vinnuhópur var settur á laggirnar til að reyna að sætta sjónarmið og mun verktakinn einbeita sér að öðrum þáttum veglagningarinnar næstu sjö til tíu daga og ekki fara í framkvæmdir í Gálgahrauni á meðan.

Ráðherra fól Vegagerðinni að ræða málið við verktakann og kynna breytta vinnutilhögun fyrir fulltrúum náttúruverndarsamtaka í næstu viku.

Athyglisverð frétt birtist á heimasíðu Vegagerðarinnar 27. september, sem lýkur á eftirfarandi fullyrðingu: „Fulltrúar Garðabæjar sögðu alveg ljóst að skipulagi yrði ekki breytt þannig að nýi vegurinn yrði fluttur úr hrauninu í núverandi vegstæði.“

Þetta er merkilegt orðalag og þessi frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar er í þeim anda að það er full ástæða fyrir alla sem vilja bjarga Gálgahrauni að vera áfram á varðbergi.

Málefni

Mannleg keðja

hraunid1Hraunavinir mynduðu mannlega keðju í og við Gálgahraun í dag og náðu að koma í veg fyrir að gröfurnar færu inn í hraunið. Baráttan heldur áfram.

Málefni

Gálgahraun vaktað

GröfurHraunavinir hafa mætt á hverjum morgni að undanförnu við jaðar Gálgahrauns og vaktað svæðið. Miðvikudagsmorguninn 18. sepember voru gröfurnar komnar að hrauninu eftir að hafa rutt sér leið í gegnum mólendið milli Álftanesvegar og Gálgahrauns. Hraunavinir settust fyrir framan gröfurnar og höfðu sig ekki í frammi. Lögreglan kom á staðinn en aðhafðist ekkert.
Síðan kom yfirmaður frá Íslenskum aðalverktökum og loks var sæst á að gröfurnar mokuðu burtu moldarhaug sem var upp við hraunið og út að vegstæðinu utan við hraunið. Handsalað var að ekki verði hreyft við hrauninu fram að helgi og gert um það heiðursmanna samkomulag.
Eftir þetta var farið á skyndifund hjá Vegagerðinni, þar sem ÍAV-menn vísa á Vegagerðina þegar þeir eru inntir eftir svörum varðandi málið. Hraunavinri hittu nokkra yfirmenn hjá Vegagerðinni í hádeginu en vegamálastjóri er ekki á landinu. Fram kom á fundinum að Vegagerðin ætlar að halda verkinu áfram þrátt fyrir að tvö dómsmál séu í gangi og mótmæli Hraunavina.
Hraunavinir halda áfram að vakta Gálgahraun hvað sem á dynur. 
 
Málefni

Flogið yfir Gálgahraun

Skarphéðinn Snorrason flaug fjarstýrðu flygildi yfir Gálgahraun og myndaði það úr lofti eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Árni Haraldsson klippti saman.

Smellið á þessa slóð:

https://vimeo.com/74594968
Málefni

Vakt í Gálgahrauni

Gálgahraun_16sept_DaguríslenskrarnáttúruNokkrir Hraunavinir voru mættir í Gálgahraun að morgni 16. september á Degi íslenskrar náttúru. Þar á meðal var afmælisbarnið Ómar Ragnarsson. Þarna var líka formaður Hraunavina Reynir Ingibjartsson og fleira fólk.

read more »

Málefni

Um 200 manns mættu til að mótmæla framkvæmdum í Gálgahrauni

Þrátt fyrir norðankulda og talsvert hvassviðri komu um 200 manns saman á bílastæðinu við Prýðahverfi við Álftanesveg sunnudaginn 15. september og gengu fylktu liði með græna fána og íslenska fánann í áttina að Garðastekk.

Gengið var að þeim stað þar sem skurðgrafa vann óbætanlegt tjón á hraunjaðri Gálgahrauns föstudaginn 13. september. Þar var fánum komið fyrir í sárinu eftir gröfuna. Í lok göngunnar var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Ályktun samþykkt í mótmælagöngu um Gálgahraun 15. september 2013:

read more »

Málefni

Ákall – Verndum Gálgahraun

Grafa í Gálgahrauni 004Að morgni föstudagsins 13. september var farið með skurðgröfu inn í Gálgahraun og þar hafa verið unnar óafturkræfar skemmdir, sem sjást hér á meðfylgjandi ljósmyndum. Þetta er mjög nálægt fornminjunum Garðarstekk og gömlu fjárborginni, sem eru merkar minjar og gamalli þjóðleið sem hefur sögulegt gildi. 

Tökum höndum saman  –  Verndum Gálgahraun

Gálgahraun1Gálgahraun2Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað beiðni fernra umhverfisverndarsamtaka um lögbann á lagningu vegar í Gálgahrauni þar sem samtökin eigi ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Kæra vegna þessarar synjunar sýslumanns hefur þegar verið lögð fram til úrlausnar héraðsdóms.

Ennfremur er nú rekið mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur á hendur vegamálastjóra til viðurkenningar á ólögmæti vegaframkvæmdanna.

Á sama tíma eru framkvæmdir hafnar við fyrirhugaðan Álftanesveg og aðeins dagaspursmál hvenær farið verðGrafa í Gálgahrauni 006ur að mylja hraunið undir veg.

Til að mótmæla þessu ætla hraunavinir að safnast saman í Gálgahrauni á sunnudaginn kemur, 15. september kl.tvö (14.00) og koma fyrir fánum í fyrirhuguðu vegstæði Álftanesvegar.

Safnast á saman við innkeyrsluna í Prýðishverfi (Gálgahraun) norðan núverandi Álftanesvegar.

Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér íslenska fána, en auk þess verða grænir fánar til staðar. Gengið verður frá hringtorgi við Hraunsholtsbraut og fánum komið fyrir og að Garðastekk, vestan Gálgahrauns.

Næsta dag, mánudaginn 16. september er Dagur íslenskrar náttúru og afmælisdagur Ómars Ragnarssonar. Það er mikilvægt að allir velunnarar Gálgahrauns og um leið íslenskrar náttúru, taki forskot á sæluna og mæti með fána í hönd til verndar Gálgahrauni og öðrum náttúruverðmætum á Íslandi.

Um leið verður að standa vörð um rétt umhverfisverndarsamtaka á Íslandi til aðgangs að réttarúrræðum í málum sem þessum í samræmi við ákvæði EES-samningsins og Árósasamningsins sem Ísland hefur fullgilt. Mál fernra samtaka um ólögmæti framkvæmda í Gálgahrauni er því prófmál sem varðar alla umhverfisverndarsinna.

Búið er að veita á fjárlögum ríkisins á annan milljarð króna í fyrirhugaðan Álftanesveg. Hraunavinir hafa lagt það til við hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar, að spara skattborgurunum þessi útgjöld. Best væri þó að verja þessum fjármunum til Landsspítalans og hugsanlega um leið að bjarga mannslífum.

Látum þetta neyðarkall úr Gálgahrauni berast og fjölmennum þangað á sunnudaginn kl. 14.

Bílastæði má finna við gatnamótin í Prýðishverfið og eins norðan Hrafnistu.

Hraunavinir.

Grafa í Gálgahrauni 001