Monthly Archives: janúar 2014

Félagsstarf

Listaverkauppboð 8. febrúar 2014

Hópur myndlistamanna hefur gefið listaverk til að afla fjár fyrir baráttu Hraunavina og fleiri um verndun Gálgahrauns. Verkin verða boðin upp á sérstöku Listaverkauppboði laugardaginn 8. febrúar kl. 15. Uppboðið fer fram í Listhúsi Ófeigs Björnssonar að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík kl. 15:00.

Verkin verða til sýnis í sýningarsal Listhúss Ófeigs frá og með kl. 15:00 laugardaginn 25. janúar og fram að uppboðsdegi á opnunartíma Listhússins. 

Ófeigur Björnsson rekur gullsmíðavinnustofu ásamt Listhúsinu og er opið á hefðbundnum verslunartíma kl. 10 til 18 og á laugardögum kl. 11 til 16. 

Tónlistarmenn stóðu að myndarlegum tónlistarviðburði sl. haust í Neskirkju til fjáröflunnar fyrir Hraunavini. Nú taka myndlistarmenn við keflinu. 

Greinar Hraun Málefni

Áramótahugleiðingar

Mótmæli í Gálgahrauni
Mótmæli í Gálgahrauni

Í haust þegar baráttan um Gálga-Garðahraunið (vegargerð) stóð sem hæst og þörf var á fjölmenni þá reif ég mig upp úr eldhússtólnum og ákvað að hella mér út í náttúruverndarbaráttuna. Nú var lag. Gálgahraunið var nærtækt og einsýnt að ég myndi aldrei verða staðarmótmælandi hvorki í Þjórsárverum, við Langasjó né Hólmsá austur. Nú var tækifærið fyrir mig, 66 ára og búsetta í Mosfellsbæ. Ég taldi einsýnt að fjöldi manns af Reykjavíkursvæðinu myndi taka þátt í mótmælunum því varðstaðan í Hrauninu var nærtæk og brýn, mótmælin þar yrði vendipunktur um varnir Íslands á þessum vettvangi. read more »