Aðalfundur Hraunavina 2014

Hraunavinir_merki_meðfánaAðalfundur Hraunavina var haldinn í Gaflaraleikhúsinu að morgni laugardagsins 1. nóvember. Félagið hefur látið mikið að sér kveða undanfarna mánuði og mikið mætt á einstökum félagsmönnum sem kunnugt er. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir héraðsdómslögmaður greindi frá stöðu mála. Tónleikar sem efnt var til í Háskólabíói miðvikudaginn 29. október voru vel heppnaðir og greinilegt að íslenskst listafólk lætur sig málefni félagsins skipta. Staða mála var rædd og farið yfir liðið starfsár sem er það viðburðaríkasta í sögu félagsins. Jafnframt var nýtt merki félagsins sem Gunnar Júlíusson hannaði kynnt og samþykkt á fundinum.

Ný stjórn kosin sem er skipuð eftirfarandi aðilum:

Aðalstjórn:

Gunnar Örvarsson

Gunnsteinn Ólafsson

Kristinn Guðmundsson

Margrét Pétursdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir

Varamenn eru:

Ragna Dagbjört Davíðsdóttir

Ragnar Unnarsson

Fráfarandi stjórnarfólki var sérstaklega þakkað fyrir að standa vaktina og nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir til starfa. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Gerðar voru breytingar á lögum félagsins. Lögin eru birt á öðrum stað.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *