Category Archives: Skýrslur

Skýrslur

Starfsskýrsla stjórnar starfsárið 2012-2013

Aðalfundur 2012

Aðalfundur Hraunavina fyrir starfsárið 2011 – 2012 var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi, laugardaginn 3. nóvember 2012.

Á fundinum var kjörin stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Þeir Pétur Stefánsson, Ólafur Proppé og Þorsteinn Þorsteinsson drógu sig í hlé úr stjórninni, en Guðfinna Guðmundsdóttir og Reynir Ingibjartsson gáfu áfram kost á sér.

Í stjórn voru kjörin:

Guðfinna Guðmundsdóttir (Hafnarfirði)

Reynir Ingibjartsson (Hafnarfirði)

Eiður Guðnason (Garðabæ)

Ingvar Arnarsson (Garðabæ)

Gunnsteinn Ólafsson (Álftanesi)

Þeir Pétur og Ólafur höfðu setið í stjórninni frá upphafi og Pétur sem formaður. Voru þeim og Þorsteini þökkuð mikil og óeigingjörn störf í þágu félagsins.

Þá var Steinar J. Lúðvíksson kjörin skoðunarmaður reikninga.

read more »

Skýrslur

Athugasemdir við greinargerð Vegagerðarinnar og Garðabæjar um Álftanesveg.

Hér er hægt að lesa athugsemdir sem stjórn Hraunavina gerði við greinargerð vegamálastjóra og bæjarstjóra Garðabæjar:

Stofnun Hraunavina og markmið.

 Á árinu 2006 hófust umræður um stofnun félags sem hefði það að markmiði að sporna gegn stöðugri eyðingu ósnortinna hrauna og fleiri landslagsverðmæta í bæjarlandi Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

Þann 11. apríl 2007 var félagið Hraunavinir stofnað og í fyrstu grein laga félagsins segir: ,,að Hraunavinir sé félagsskapur sem lætur sér annt um byggðaþróun og umhverfismál í Álftaneshreppi hinum forna, einkum hið sérstæða umhverfi, hraun, vötn og strendur sem teljast til bæjarlands í Garðabæ, Hafnarfirði og á Álftanesi”.

Allt frá stofnun félagsins hafa félagsmenn fylgst náið með fyrirhuguðum framkvæmdum í hraununum, ekki síst í Garðahrauni og Gálgahrauni sem eru hluti Búrfellshrauns. Hefur félagið margítrekað varað við áformum um lagningu nýs Álftanesvegar um ósnortið hraunið.

read more »

Skýrslur

Margra áratuga barátta

Búrfellshraun, Gálgahraun og Álftanesvegur
Minnisblöð 7/12 2012, Reynir Ingibjartsson.

Engin mannvirki í Búrfellshrauni
Fram að tíunda áratug síðustu aldar var almennt litið á hraunið norðan núverandi Álftanesvegar (Garðahraun/Gálgahraun) sem útivistarsvæði sem bæri að vernda. Í grein sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur skrifaði í Náttúrufræðinginn 1972-1973 um aldur Búrfellshrauns, leggur hann áherslu á friðun hraunsins og því verði ekki raskað með mannvirkjum. Búrfellsgígur og Búrfellsgjá verða svo hluti af Reykjanesfólkvangi árið 1975, en fólkvangar eru friðlýstir.

Lítilsháttar grjótnám var í Urriðakotshrauni (Búrfellshrauni) sem stöðvað var af Náttúruverndarráði á sínum tíma. Þá voru uppi áform um skálabyggingar nálægt Búrfelli og Búrfellsgjá, en þeim áformum var hafnað af þáverandi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og Garðabæ, sjá grein Guðmundar Kjartanssonar. read more »

Skýrslur

Ársskýrsla stjórnar 2010-2011

Hraunavinir héldu aðalfund sinn í Haukshúsi á Álftanesi laugaradaginn 12. nóvember 2011. Pétur Stefánsson formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem helstu viðburðir starfstímabilsins 2010 til 2011 voru tíundaðir. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa flutti Sigríður Auður Arnardóttir lögfræðingur í Umhverfisráðuneytinu erindi um Árósarsamninginn og síðustu skrefin í að löggilda hann. Hér að neðan er hægt að lesa skýrslu stjórnar.   read more »