Framhaldsaðalfundur Hraunavina 30. janúar 2017

Kæru félagar í Hraunavinum

Framhaldsaðalfundur Hraunavina verður haldinn mánudaginn 30. janúar 2017, kl. 18.00 í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti í Hafnarfirði (fyrir innan Víkingahótelið/Fjörukrána).

Á aðalfundi félagsins þann 22. október 2016 og voru flest lögbundin aðalfundarstörf afgreidd, en ekki tókst að skipa nýja stjórn. Því var ákveðið að efna til framhaldsaðalfundar í janúar, sem er boðaður hérmeð. Í ljósi þessa hvetur núverandi starfsstjórn félagsmenn til að mæta og ráða framtíð félagsins.

Dagskrá:

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Fundargerð síðasta aðalfundar. Umræður og afgreiðsla
  3. Skýrsla stjórnar frá s.l. aðalfundi og umræður
  4. Reikningar, staða og hreifing frá s.l. aðalfundi, umræður og afgreiðsla
  5. Breytingar á lögum félagsins hafi lagabreytingatillögur borist
  6. Kjör stjórnar og skoðunarmanns reikninga
  7. Önnur mál
  8. Fundarslit.

Nokkrir í stjórn félagsins ætla ekki að gefa lengur kost á sér í stjórn og aðrir félagar því eindregið hvattir til að mæta og bjóða sig fram.

Heitt verður á könnum og léttar veitingar á fundinum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *