Gálgahraun vaktað

GröfurHraunavinir hafa mætt á hverjum morgni að undanförnu við jaðar Gálgahrauns og vaktað svæðið. Miðvikudagsmorguninn 18. sepember voru gröfurnar komnar að hrauninu eftir að hafa rutt sér leið í gegnum mólendið milli Álftanesvegar og Gálgahrauns. Hraunavinir settust fyrir framan gröfurnar og höfðu sig ekki í frammi. Lögreglan kom á staðinn en aðhafðist ekkert.
Síðan kom yfirmaður frá Íslenskum aðalverktökum og loks var sæst á að gröfurnar mokuðu burtu moldarhaug sem var upp við hraunið og út að vegstæðinu utan við hraunið. Handsalað var að ekki verði hreyft við hrauninu fram að helgi og gert um það heiðursmanna samkomulag.
Eftir þetta var farið á skyndifund hjá Vegagerðinni, þar sem ÍAV-menn vísa á Vegagerðina þegar þeir eru inntir eftir svörum varðandi málið. Hraunavinri hittu nokkra yfirmenn hjá Vegagerðinni í hádeginu en vegamálastjóri er ekki á landinu. Fram kom á fundinum að Vegagerðin ætlar að halda verkinu áfram þrátt fyrir að tvö dómsmál séu í gangi og mótmæli Hraunavina.
Hraunavinir halda áfram að vakta Gálgahraun hvað sem á dynur. 
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *