Gálgahúmor í Gaflaraleikhúsinu

Skemmtun til styrktar Hraunavinum

Uppistand og tónleikar til styrktar Hraunavinum verður haldið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, mánudaginn 30. janúar kl 20.00. Á skemmtuninni koma fram Ari Eldjárn, Edda Björgvinsdóttir, Svavar Knútur, Björgvin Franz Gíslason, Ómar Ragnarsson, Gunnsteinn Ólafsson og hljómsveitin One Bad Day. Kynnir er Björk Jakobsdóttir. Aðgangseyrir er kr. 3.000 og má bæði kaupa miða á midi.is og í miðasölu Gaflaraleikhússins.

Hraunavinir, með Ómar Ragnarsson í broddi fylkingar, kærðu ríkið fyrir ólöglegar handtökur 21. október 2013. Þá gróf stærsta jarðýta landsins sig í gegn um Gálgahraun undir lögregluvernd svo leggja mætti nýjan Álftanesveg. Þá var tveimur dómsmálum ólokið um lögmæti framkvæmdarinnar og framkvæmdaleyfi löngu útrunnið. Hraunavinir höfðu uppi friðsamleg mótmæli en voru handteknir og færðir í fangaklefa. Hæstiréttur dæmdi nýlega handtökurnar löglegar og að Hraunavinum bæri að greiða kr. 900.000 í málskostnað. Hraunavinir íhuga að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.


Hraunavinir hvetja unnendur náttúru og mannréttinda um allt land að leggja málinu lið. Þeir sem ekki komast á þessa frábæru skemmtun geta lagt inn á söfnunarreikning Hraunavina, 140 05 71017, kt. 480207-1490.

Skrá má sig á Facebook viðburðinn hér:

Gálgahúmor í Gaflaraleikhúsinu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *