Níumenningarnir fyrir Hæstarétti

9menningar

Fimmtudaginn 21. maí kl. 9:00 verður málfutningur máli þeirra níu sem ákærð voru fyrir að sitja kyrr í Gálgahrauni 21. okt. 2013, þegar lögreglan fyrirskipaði að fólk „færði sig um set“.

Þetta mál fjallar um svo margt fleira en níumenningana. Það fjallar um rétt okkar til friðsamra mótmæla og að vernda náttúruna.Réttarhaldið er opið svo allir sem áhuga hafa geta komið og fylgst með. 21.05 – kl. 9:00 – Hæstiréttur – Dómsalur II.

Skúli Bjarnason lögfræðingur okkar mun flytja málið.
Stjórn Hraunavina.

2 Comments

 • Guðjón Jensson
  21. 05. 2015 - 13.56 | Permalink

  Þá er komið að því. Þessi málaferli gegn nokkrum eldri borgurum er eitt furðulegasta fyrirbæri norðan Alpafjalla: Hópur fólks, aðallega eldri borgarar mótmæla umdeildum framkvæmdum sem ekki hafði verið metnar hvort ættu rétt á sér. Fyrir dómstólum hafði ekki verið tekin afstaða hvort náttúruverndarfólk nyti mannréttinda skv. Árósarsamningnum sem stjórnvöld hafa viljað hafna. Hagsmunum lóðabraskara í Garðabæ var ógnað og innanríkisráðherra skipar Stefáni Eiríkssyni að beita lögreglu gegn mótmælendum og handtaka þá. Mjög sennilegt er að hann hafi haft efasemdir um að rétt væri að blanda lögreglu í þessa deilu sem þá var fyrir dómstólum. Þetta verður tilefni að hann verður hrakinn af sama innanríkisráðherra úr starfi til þess að geta ráðið án auglýsingar vinkonu sína! En þetta hentaði ekki hagsmunum lóðabraskrans og seilst var á þennan hátt ansi langt með misnotkun opinbers valds sem minnti óþægilega á aðferðir lögreglu í fasistaríkjum. Við vorum ansi nálægt fasismanum daginn sem Ómar Ragnarsson og fleiri voru handteknir vegna löglegra mótmæla. Nú má reikna með að stjórnvöld hafi dómstólana meira og minna í vasanum, Hæstiréttur var aður algjörlega óháður þegar hann var í Danmörku en við höfum Mannrétindadómstól Evrópu ef þetta mál tapast einnig fyrir Hæstarétti Íslands.

 • Kristinn Guðmundsson
  22. 05. 2015 - 12.56 | Permalink

  Er eitthvað að frétta, eða búið að ákveða tíma fyrir næsta skref?

 • Skildu eftir svar við Guðjón Jensson Hætta við svar

  Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *