Dómsmál

Níumenningarnir fyrir Hæstarétti

9menningar

Fimmtudaginn 21. maí kl. 9:00 verður málfutningur máli þeirra níu sem ákærð voru fyrir að sitja kyrr í Gálgahrauni 21. okt. 2013, þegar lögreglan fyrirskipaði að fólk „færði sig um set“.

Þetta mál fjallar um svo margt fleira en níumenningana. Það fjallar um rétt okkar til friðsamra mótmæla og að vernda náttúruna.Réttarhaldið er opið svo allir sem áhuga hafa geta komið og fylgst með. 21.05 – kl. 9:00 – Hæstiréttur – Dómsalur II.

Skúli Bjarnason lögfræðingur okkar mun flytja málið.
Stjórn Hraunavina.
Málefni

Athugasemdir Hraunavina vegna Suðurnesjalínu 2

Hraunavinir mótmæla harðlega fyrirætlunum Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 í loftlínum í gegnum Vallahverfið í Hafnarfirði og í gegnum ósnortin hraunsvæði í Almenningi. Einnig er mótmælt byggingu tengivirkis í Hrauntungum. Hraunavinir fara því fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 að óbreyttu.

Sjá bréf stjórnar Hraunavina til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar 4. apríl 2015 í pdf viðhengi.

Athugasemdir Hraunavina vegna Suðurnesjalínu 2

Félagsstarf

Aðalfundur Hraunavina 2014

Hraunavinir_merki_meðfánaAðalfundur Hraunavina var haldinn í Gaflaraleikhúsinu að morgni laugardagsins 1. nóvember. Félagið hefur látið mikið að sér kveða undanfarna mánuði og mikið mætt á einstökum félagsmönnum sem kunnugt er. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir héraðsdómslögmaður greindi frá stöðu mála. Tónleikar sem efnt var til í Háskólabíói miðvikudaginn 29. október voru vel heppnaðir og greinilegt að íslenskst listafólk lætur sig málefni félagsins skipta. Staða mála var rædd og farið yfir liðið starfsár sem er það viðburðaríkasta í sögu félagsins. Jafnframt var nýtt merki félagsins sem Gunnar Júlíusson hannaði kynnt og samþykkt á fundinum.

Ný stjórn kosin sem er skipuð eftirfarandi aðilum:

Aðalstjórn:

Gunnar Örvarsson

Gunnsteinn Ólafsson

Kristinn Guðmundsson

Margrét Pétursdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir

Varamenn eru:

Ragna Dagbjört Davíðsdóttir

Ragnar Unnarsson

Fráfarandi stjórnarfólki var sérstaklega þakkað fyrir að standa vaktina og nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir til starfa. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Gerðar voru breytingar á lögum félagsins. Lögin eru birt á öðrum stað.

 

Félagsstarf

Gálgaprjón 19. júní 2014

Gálgaprjón verður í Gálgahrauni fimmtudaginn 19. júní kl. 20.00 hjá  Ófeigskirkju. 
Allir sem vilja minnast viðburðanna 21. október 2013 eru velkomnir jafnt prjónandi og óprjónandi. 
Trefillinn verður mældur á ný því enn hafa bæst í hann bútar. 

 

 
 

Félagsstarf

Göngu í kvöld frestað vegna rigningar

Ganga sem Hraunvinir ætluðu að efna til í nyrsta hluta Búrfellshrauns miðvikudaginn 4. júní fellur niður að sinni vegna rigningar. Gangan verður farin síðar og nánari upplýsingar settar inn á síðuna þegar þar að kemur.

Félagsstarf

Fyrsta gönguferð af fjórum, miðvikudaginn 4. júní 2014

Hraunavinir standa fyrir fjórum gönguferðum um Búrfellshraun, frá fjöru til fjalls í sumar. Fyrsta gangan hefst við Garðastekk við miðjan Álftanesveg. Gengið verður hringleið þannig að best er að leggja bifreiðum við upplýsingaskiltið við Garðastekk. Lagt verður af stað kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 4. júní frá Garðastekk.

Fyrsti áfanginn miðast við að ganga frá Garðastekk að Kjarvalskletti, þaðan að Ófeigskirkju og síðan verður stefnan tekin á Gálgakletta. Göngufólk skiptist á að miðla af þekkingu sinni og fróðleik.

Næsta ganga verður að kvöldi þriðjudags 10. júní, sem er fyrsti hvunndagurinn eftir Hvítasunnu. Gengið verður um hraunið milli i Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem á korti nefnt Hafnarfjarðarhraun, en hefur líka verið kallað Hraunsholtshraun.  Þar er margt áhrugavert að sjá, svo sem minjar um búsetu, myndarlega hraundranga, fjölbreyttan gróður og sitthvað fleira.    

Seinni göngurnar tvær hafa ekki verið dagsettar en tilkynnt verður um þær þegar nær dregur.

Hraunavinir og aðrir sem hafa áhuag á að slást í för mæta miðvikudaginn  4. júní, kl. 20:00 við Garðastekk.

 

 

Greinar Hraun Málefni

Íslensk ónáttúra

Ákveðið hefur verið að falla frá öllum málarekstri vegna vegalagningar í Gálgahrauni. Vegagerðin hóf með lögregluvaldi óafturkræf spjöll á hrauninu eftir að dómsmál þar sem tekist var á um lögmæti framkvæmdanna var höfðað og hefur haldið þeim áfram síðan.  Óbætanlegt tjón er orðið staðreynd. read more »

Félagsstarf

Listaverkauppboð 8. febrúar 2014

Hópur myndlistamanna hefur gefið listaverk til að afla fjár fyrir baráttu Hraunavina og fleiri um verndun Gálgahrauns. Verkin verða boðin upp á sérstöku Listaverkauppboði laugardaginn 8. febrúar kl. 15. Uppboðið fer fram í Listhúsi Ófeigs Björnssonar að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík kl. 15:00.

Verkin verða til sýnis í sýningarsal Listhúss Ófeigs frá og með kl. 15:00 laugardaginn 25. janúar og fram að uppboðsdegi á opnunartíma Listhússins. 

Ófeigur Björnsson rekur gullsmíðavinnustofu ásamt Listhúsinu og er opið á hefðbundnum verslunartíma kl. 10 til 18 og á laugardögum kl. 11 til 16. 

Tónlistarmenn stóðu að myndarlegum tónlistarviðburði sl. haust í Neskirkju til fjáröflunnar fyrir Hraunavini. Nú taka myndlistarmenn við keflinu. 

Greinar Hraun Málefni

Áramótahugleiðingar

Mótmæli í Gálgahrauni
Mótmæli í Gálgahrauni

Í haust þegar baráttan um Gálga-Garðahraunið (vegargerð) stóð sem hæst og þörf var á fjölmenni þá reif ég mig upp úr eldhússtólnum og ákvað að hella mér út í náttúruverndarbaráttuna. Nú var lag. Gálgahraunið var nærtækt og einsýnt að ég myndi aldrei verða staðarmótmælandi hvorki í Þjórsárverum, við Langasjó né Hólmsá austur. Nú var tækifærið fyrir mig, 66 ára og búsetta í Mosfellsbæ. Ég taldi einsýnt að fjöldi manns af Reykjavíkursvæðinu myndi taka þátt í mótmælunum því varðstaðan í Hrauninu var nærtæk og brýn, mótmælin þar yrði vendipunktur um varnir Íslands á þessum vettvangi. read more »

Greinar

Grein um náttúruverndarmál úr Fréttablaðinu

Gálgahraun-grein´des.