Stöndum vörð um vatnsbólin

Hraunavinir hafa undanfarið ásamt Náttúrverndarsamtökum Suðvesturlands reynt að vekja athygli á þeirri ógn sem að vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins steðjar vegna fyrirhugaðrar háspennulínulagnar á viðkvæmum grunnvatnssvæðum.  Félögin hafa staðið að kynningum og kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar.

Nokkrar athugasemdir vegna fyrirhugaðrar byggingar Sandskeiðslínu 1 (Lyklafellslínu 1)

  1. Vatnsból höfuðborgarsvæðisins eru meðal mikilvægustu auðlinda þjóðarinnar. Gera verður ráð fyrir áframhaldandi byggð í landinu um langa framtíð og því þarf að tryggja örugga varðveislu þessarar auðlindar fyrir komandi kynslóðir. Fyrirhugaðar stórframkvæmdir og rekstur háspennulína innan grannsvæða vatnsverndar bera vott um fádæma skammsýni.

  1. Bygging Sandskeiðslínu 1 (Lyklafellslínu 1) yfir grannsvæði vatnsverndar alls höfuðborgarsvæðisins er í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Þar segir í 13. gr. Um grannsvæði: “Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. Átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.”
  1. Forsendur fyrir byggingu Sandskeiðslínu 1 (Lyklafellslínu 1) eru nú sagðar vera niðurrif Hamraneslína en ekki styrking raforkukerfisins eins og áður var. (Hamraneslínur með 400 MVA flutningsgetu hvor eru að flytja um 105 MW (eins og Búrfellslína 3B) – Sandskeiðslína 1 er áætluð um 800MVA).

Engin skynsamleg rök hafa verið færð fyrir því að rífa Hamraneslínur í heild þó svo að þær hamli byggð á um 3 km kafla í Hafnarfirði. Engir kostir hafa verið kannaðir eða kynntir aðrir en bygging nýrrar línu yfir vatnsverndarsvæðin.

  1. Skv. dómi Hæstaréttar (mál nr. 575/2016), úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis – og auðlindamála og áliti Skipulagsstofnunar um þýðingu dóms Hæstaréttar (í bréfi til NSVE og Hraunavina) eru matsskýrslan um Suðvesturlínur og tilsvarandi álit Skipulagsstofnunar haldin slíkum ágöllum að á þeim gögnum er ekki hægt að byggja útgáfu framkvæmaleyfis

  1. Með nýjum lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, sem tóku gildi 15. nóvember 2015, hefur orðið veruleg áherslubreyting varðandi verndun hrauna sem runnið hafa á síðjökultíma og síðar, en allur þorri þeirra raflína sem kynntar eru í matsskýrslu Suðvesturlína liggja um slík hraun. Fyrirhuguð Sandskeiðslína 1 liggur nær eingöngu um hraunasvæði og á um 10 km kafla um hraun frá síðari hluta 10. aldar (Kristnieldar).

  1. Áhættumat virðist einungis miða að því að koma framkvæmdinni í kring. M.a. liggur ekki fyrir nein viðbragðsáætlun komi til mengunarslyss þannig að loka þurfi vatnsbólum.

Sjá nánar gögn í meðfylgjandi pdf-viðhengjum.

Sjá mynd af grunnvatnsstraumum.  Rauða línan er Hamraneslína sem Hafnarfjörður vill burt vegna nýs hverfis á Völlunum. (vel hægt að leggja í jörð meðfram núverandi vegum. Svarta brotna línan sýnir hvar Lyklafellslína á að liggja meðfram Búrfellslínu 3 sem þar er (var sett upp rétt áður en ný lög um umhverfismat voru sett í gildi. hefði aldrei átt að vera sett upp á þessum stað) bláu örvarnar sýna hvar vatnið rennur í átt að vatnsbólunum, .. undir línustæðin og línuveg.

Mynd af grunnvatnsstraumum (pdf)

Kærur vegna framkvæmdaleyfis Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar í ágúst 2017.

Kæra vegna framkvæmdarleyfis Hafnarfjarðar til Úua – LOKA (pdf)

Kæra vegna framkvæmdarleyfis Mosfellsbæjar til Úua – LOKA (pdf)

Nánari upplýsingar fást hjá formanni Hraunavina, Ragnhildi Jónsdóttur í síma 694-3153.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *