Monthly Archives: desember 2009

Greinar

Hús – House Project

Sex af sextán myndum af Slunkaríki Hreins Friðfinnssonar sem teknar voru sumarið 1974. Þessi mynd er fengin af heimasíðu listamannsins.

Slunkaríki eða House Project var listaverk sem Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður setti upp árið 1974 í Smalaskálakeri, en það er jarðfall í Smalaskálahæð. Jarðfallið er suðvestarlega í Smalaskálahæð í Hraunum suðvestur af Straumsvík, nánar tiltekið skammt frá Óttarstaðafjárborg, sem nefnist einnig Kristrúnarborg. Þangað liggur vegslóði af gamla Keflavíkurveginum, en afleggjarinn er til móts við Lónakots heimreiðina. Vegslóðinn var upphaflega notaður af vörubílstjórum sem sóttu hraungjall í rauðamelshól nærri Smalaskálakeri sem nefndist Óttarstaða Rauðamelur. Þar skammt norður af voru tveir allstórir rauðhólar sem nefndust Rauðamelur stóri og litli.

read more »

Hraun

Náttúran í vetrarbúningi

Tíðin hefur verið einstaklega góð og varla hægt að tala um að veturinn hafi látið á sér kræla hér sunnanlands þó svo að Vestfirðingar, Norðlendingar og Austfirðingar hafi fengið sinn skammt af snjó og frosti. Lengi leit út fyrir að jólin yrðu rauð á Suðvesturhorninu en á Aðfangadagskvöld þyrluðust örfá snjókorn af himni og snjófölið þakti jörðina nægjanlega til að skapa þá stemningu sem við kjósum okkur yfir jólahátíðina. Hér eru nokkrar náttúrumyndir sem teknar voru í Almenningi í Hraunum á þriðja dag jóla. Njótið vel. read more »

Félagsstarf

Ársskýrsla 2008-2009

Varda i SvinahrauniAðalfundur Hraunavina var haldinn 31. október 2009 kl. 14.00 í Haukshúsi á Álftanesi. Fundurinn fór vel fram og var hann ágætlega sóttur. Var stjórnin að mestu endurkjörin, en einn stjórnarmaður gaf ekki kost á sér vegna anna og var Þorsteinn Þorsteinsson kjörinn í hans stað.

Þegar venjubundnum aðalfundarstörfum var lokið flutti Kristinn Guðmundsson líffræðingur fróðlegt erindi um verndun Skerjafjarðar og svaraði fyrirspurnum. Hér er hægt að lesa ársskýrslu stjórnar Hraunavina:

read more »

Félagsstarf

Ályktun ársfundar afhent bæjarstjóra Garðabæjar

Fundur í GarðabæFimmtudaginn 25. nóvember 2009 mættu stjórnarmenn Hraunavina ásamt einum ármanni félagsins á fund á bæjarskrifstofu Garðabæjar til að afhenda ályktun sem samþykkt var á ársfundi félagsins sem haldinn var 31. október.  Einnig afhenti Gunnsteinn Ólafsson, einn af ármönnum félagsins á Álftanesi, undirskriftarlista vegna tilfærslu Álftanesvegar til norðurs í Garða- og Gálgahrauni.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum, en fundinn sátu einnig af hálfu Garðabæjar Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs, Stefán Konráðsson formaður skipulagsnefndar, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. read more »