Monthly Archives: nóvember 2010

Greinar

Nytsemdarjurtin beitilyng

Beitilyngsmói í austanverðri Smalaskálahæð í september 2010.

Beitilyngið er áberandi í grónum hraunum og á heiðum landsins og all útbreidd nema á Vestfjörðum og miðhálendinu. Þetta er ein algengasta heiðaplantan á norðurlöndunum og á norðanverðu Bretlandi og víðast kölluð Heiðalyng (hedelyng/ heather).

Þegar búið var að eyða skógum á jósku og norðurþýsku heiðunum tók beitilyngið við. Með tímanum myndaðist sérstakt jarðvegslag, svonefndur lyngskjöldur og við það varð landið mjög ófrjótt. Með barrskógarækt og akuryrkju eyddu Danir heiðalynginu en skildu nokkur svæði eftir sem sýnishorn. Geldneyti var oft beitt á beitilyngið sem og hrossum og sauðfé. Kýr sem fengu beitilyng í bland við heytuggu mjólkuðu betur og Norðmenn tóku eftir því að riddarliðshross urðu fjörugri af beitilynginu, sem var ekki slæmt þegar til bardaga dró. read more »

Greinar

Vegurinn sem aldrei varð

Það litla sem eftir er af Járnbrauta- og vagnveginum frá 1918 sést á milli iðnaðarhverfisins í Molduhrauni og Flatahverfis.

Merkilegar hleðslur eru enn sjáanlegar í hrauninu suðuvestur af Flötunum, handan við Hraunsholtslækinn, sem heitir reyndar Vífilsstaðalækur örlítið ofar þar sem hann renndur úr Vífilsstaðavatni. Þessar hleðslur vitna um vegasögu 0kkar og hægt er að aldursgreina þær nákvæmlega því þarna voru vinnuflokkar að störfum fyrir hluta árs 1918 á sama tíma og mikil harðindi með frosthörkum gengu yfir landið og atvinnuleysi var í sögulegu hámarki. read more »

Félagsstarf

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Hraunavina var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 6. nóvember og var vel sóttur. Fundarstjóri var Janus Guðlaugsson, ármaður á Álftanesi. Fráfarandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru þeir endurkjörnir. Þeir sem skipa stjórnina eru: Pétur Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson úr Garðabæ, Ólafur Proppé af Álftanesi og Jónatan Garðarsson og Reynir Ingibergsson úr Hafnarfirði. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Ármenn voru allir endurskipaðir. read more »

Félagsstarf

Ársskýrsla stjórnar Hraunavina

Hér er hægt að lesa skýrslu stjórnar sem Pétur Stefánsson fromaður Hraunavina flutti á aðalfundi félagsins sem haldinn var laugardaginn 6. nóvember í Haukshúsi á Álftanesi. Á fundinum voru tvö afskaplega fróðleg erindi flutt um deiliskipulag Garðahverfis og Heiðmerkur. read more »