Monthly Archives: maí 2012

Hraun

Almenningur

Almenningsskógur er gamalt heiti hraunasvæðisins suður og vestur af Straumsvík. Þetta var úthagi Hraunajarðanna sem voru í eigu kirkjunnar en komust i konungseign við siðaskiptin 1550. Þessar jarðir voru allar seldar um og eftir 1830 og eftir Það voru þær í eigu bænda þar til buskapur lagðist að mestu af u.þ.b. 100 árum seinna. Á meðan jarðirnar voru í eigu kirkjunnar og konungs gátu íbúar á suðvesturhorni landsins nýtt Almenningsskóg til beitar og þeir fóru þangað til að höggva skóg til kolagerðar. Þegar litla ísöld gekk í garð upp úr 1450 tók að kólna verulega á Íslandi og víðar í norðurhöfum og hratt gekk á skóglendi þar sem viðar- og skógarhögg jókst til muna. Þegar fram í sótti var ekki mikið um stærri tré því þau voru tekin fyrst og með tímanum var lítið annað eftir en nýgræðingur og hverskonar runnagróður, sem var jafnan nefndur einu nafni hrís. read more »

Hraun

Hrafnslaupur í Vestri-Gálga

Hrafnar eru áhugaverðir fuglar. Þeir eru stærstir allra spörfugla og kunna þá list að útbúa hreiður sín, eða laupa eins og hreiðursmíð þeirra heitir, úr allskonar efnivið. Þeir eru oft snjallir í að staðsetja laupana á syllum, í skútum eða jafnvel í mannvirkjum þar sem ómögulegt er að ná til þeirra þó þeir séu oft býsna áberandi. Draslaragangurinn einkennir laupa hrafna og það er oftar en ekki áhugvavert að skoða hverskonar efnivið þeir nota í smíðina. Hrafnar eru glysgjarnir og þeir kunna að nota nánast hvað sem er til að setja saman nothæfa laupa. Meðal þess sem þeir safna saman má nefna spýtnarusl, greinar, víraflækjur, dýrabeinum, plast, gúmmí og hverskonar byggingaúrgang sem þeir komast yfir. Þegar búið er að koma laupnum saman þarf að fóðra hann og það gera þeir með ull, mosa eða fjöðrum svo að ekki væsir um ungana sem koma í heiminn á undan flestum öðrum fuglum. Varptíminn er gjarnan frá miðjum apríl fram í miðjan maí en þegar vor eru óvenjugóð eins og nú hefur verið verpa þeir nokkrum dögum eða jafnvel vikum fyrr. Þannig var því einmitt farið í ár og eru hrafnsungar víða komnir á kreik nú þegar og búnir að yfirgefa laupana eins og reyndir er í Gálgahrauni. read more »