Monthly Archives: ágúst 2013

Félagsstarf

Lögbann á Vegagerðina

Hraunavinir, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands hafa óskað eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að sett verði lögbann á framkvæmdir við nýjan Álftanesveg, þar sem þær eru ólögmætar.

Fyrr í sumar var þingfest mál á hendur vegamálastjóra til staðfestingar á ólögmæti framkvæmdanna. Samtökin fjögur lýsa furðu á umfjöllun Vegagerðarinnar um málið á vefsvæði sínu. Vegagerðin virðist líta svo á að hún eigi sjálfdæmi í ágreiningsmálum sem að henni snúa. Þetta er allt önnur framkvæmd en sú sem fór í umhverfismat á sínum tíma. Þegar framkvæmdir hefjast ekki innan tíu ára frá því að mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir ber að taka ákvörðun um endurskoðun þess að hluta til eða í heild samkvæmt 12. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Engin slík ákvörðun hefur verið tekin.

Hér er hægt að skoða gögnin nánar: logbann