Category Archives: Fundargerðir

Fundargerðir

Fundargerð aðalfundar Hraunavina 31. október 2015

Aðalfundur Hraunavina var haldinn laugardaginn 31. nóvember í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti í Hafnarfirði.

Formaður setti fundinn og kosnir voru fundarstjóri og ritari.  Fundarstjóri var Lárus Vilhjálmsson og Ragna D. Davíðsdóttir ritari.

Dagskrá:

  1. Ritari las eldri fundargerð frá aðalfundi 2014.
  2. Ragnhildur Jónsdóttir formaður flutti skýrslu stjórnar.
  3. Kristinn Guðmundsson gjaldkeri lagði fram reikninga.  Voru þeir samþykktir einróma.
  4. Kosið var í stjórn Hraunavina.
  5. Önnur mál.

Úr skýrslu stjórnar:

  1. Farið var í tvær göngur á árinu, aðra í Búrfellsgjá og hina að Eldvörpum.
  2. Í apríl voru sendar inn athugasemdir vegna fyrirhugaðrar Suðurnesjalínu 2.
  3. Félagsfundur var í júní þar sem Skúli lögmaður útskýrði dóm Hæstaréttar yfir níumenningunum sem ákærðir voru vegna mótmæla í Gálgahrauni.
  4. Stjórn félagsins hefur tekið við umsjón með heimasíðu og vefhýsingarkerfi.
  5. Sett hefur verið upp síða félagsins á Facebook og stofnaður hópur félagsmanna þar.
  6. Söfnunarsjóði var ráðstafað til greiðslu málskostnaðar níumenninganna og stóð þar á jöfnu.  þar með talið fé það sem safnaðist á tónleikum Bubba og vegna sölu málverka.

Kosið var í stjórn Hraunavina, eftirtaldir voru kjörnir:

  • Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
  • Kristinn Guðmundsson, gjaldkeri
  • Gunnar Örvarsson
  • Ragnar Unnarsson
  • Viktoría Áskelsdóttir, ritari
  • Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, varamaður
  • Gunnsteinn Ólafsson, varamaður

Skoðunamaður reikninga var kosinn Steinar Lúðvíksson.

Önnur mál:

  1. Næsta mál sem Hraunavinir munu láta sig varða er vegna Suðurnesjalínu 2.  Halda áfram baráttu vegna línumála.
  2. Halda áfram skipulögðum gönguferðum.
  3. Reynir Ingibjartsson sagði frá sögulegu efni félagsins í sinni vörslu.
  4. Kristinn Guðmundsson hefur beðið um aðstöðu fyrir félagið að Bjarnastöðum.
  5. Reynir Ingibjartsson sagði frá hreinsunarátaki sem félagið hefði áður staðið fyrir og reynst vel.
  6. Gunnsteinn Ólafsson óskar eftir því að gerast ármaður félagsins.  Ákveðið að fara yfir lista ármanna.
  7. Gunnsteinn Ólafsson lagði til að sett yrði upp skilti í Garðahrauni þar sem mótmælin hefðu staðið.  Sú hugmynd kom upp að setja upp sýningarsvæði undir brúnni með myndum af vettvangi 21.10.2013.
  8. Pétur Stefánsson lagði fram fyrirspurn um hvort hálendið og málefni þess væri ekki eitthvað sem Hraunavinir ættu að láta sig varða.
  9. Farið yfir skaðabótamál 10 Hraunavina vegna handtöku við mótmæli í Gálgahrauni. Ragnheiður Elfa lögfræðingur greindi frá.
  10. Rætt um að þau félagasamtök er láta sig varða náttúruvernd hittist
    meira og vinni meira saman.
  11. Eydís Franzdóttir kom og fjallaði um fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 og auk þess stæði til innan þriggja ára að gera Sandskeiðslínu yfir
    helstu vatnsból höfuðborgarsvæðisins.

Til stjórnar var vísað eftirfarandi:

  • Undirbúa ályktun um hvort Hraunavinir taki afstöðu til málefna
    hálendisins og að það skuli vera einn þjóðgarður.
  • Hvort setja eigi upp skilti í Gálgahrauni þar sem komi fram að
    Hraunavinir hafi staðið fyrir mótmælum þar og hvort setja eigi upp
    sýningu undir brúnni í Gálgahrauni með myndum af vettvangi 21.okt 2013.

(útdráttur)

 

 

Fundargerðir

Fundargerð aðalfundar Hraunavina 3. nóvember 2012

Aðalfundur Hraunavina 2012

Aðalfundur Hraunavina var haldinn 3. nóvember 2012 í Haukshúsi á Álftanesi.

Fundargerð:

  1. Pétur Stefánsson formaður Hraunavina setti fundinn kl. 11:10 og lýsti hann löglegan. Hann stakk upp á Steinari J. Lúðvíkssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða.
  2. Steinar tók við stjórn fundarins og skipaði Ólaf Proppé fundarritara.
  3. Fundargerð síðasta aðalfundar Hraunvina var samþykkt samhljóða.
  4. Starfsskýrsla stjórnar: Pétur Stefánsson kynnti starfsskýrslu stjórnar sem dreift var á fundinum og fylgir þessari fundargerð. Tvö stærstu viðfangsefni á árinu hafa tengst stóru hreinsunarverkefni í Óttarstaðalandi sunnan Hafnarfjarðar í september annað árið í röð og baráttu gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður í gegnum Garðahraun (Gálgahraun) og hraunið ásamt merkilegum menningarminjum þannig eyðilagt.
  5. Þorsteinn Þorsteinsson gjaldkeri Hraunavina gerði grein fyrir reikningum félagsins sem lágu fyrir fundinum undirritaðir af skoðunarmanni félagsins.
  6. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. Að þeim loknum voru bæði skýrslan og reikningarnir samþykktir samhljóða.  
  7. Lagabeytingar: Vegna formlegrar aðildar Íslands að Árósasamkomulaginu var nauðsynlegt að gera nokkra breytingar á lögum Hraunavina. Hafði stjórnin, undir forystu Þorsteins Þorsteinssonar og með aðstoð lögfræðinga, unnið nýtt frumvarp að lögum fyrir félagið sem hafði verið kynnt fyrir félagsmönnum fyrir aðalfundinn. Var frumvarpið lagt fram til umræðu og samþykktar ásamt smávægilegri breytingartillögu sem varðaði boðun á aðalfund. Eftir nokkrar umræður var frumvarpið samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Fylgja ný lög Hraunavina þessari fundargerð.
  8. Kosning stjórnar: Pétur Stefánsson gerði grein fyrir ákvörðun þriggja stjórnarmanna um að draga sig í hlé úr stjórninni. Þessir þrír eru Pétur Stefánsson, Ólafur Proppé og Þorsteinn Þorsteinsson. Guðfinna Guðmundsdóttir og Reynir Ingibjartsson gefa áfram kost á sér í stjórnina. Í stjórn Hraunvina skulu vera fimm einstaklingar, tveir frá Garðabæ, tveir frá Hafnarfirði og einn frá Álftanesi. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Fyrir fundinum lá eftirfarandi tillaga um fulltrúa í stjórn:
    1. Guðfinna Guðmundsdóttir (Hafnarfirði)
    2. Reynir Ingibjartsson (Hafnarfirði)
    3. Eiður Guðnason (Garðabæ)
    4. Ingvar Arnarson (Garðabæ)
    5. Gunnsteinn Ólafsson (Álftanesi)

Ekki komu fram fleiri tillögur og voru þessir einstaklingar því sjálfkjörnir í stjórn Hraunavina næsta starfsár.

  1. Kosning skoðunarmanns reikninga: Fyrir lá tillaga um að Steinar J. Lúðvíksson yrði endurkosinn og var hún samþykkt samhljóða.
  2. Afhending verðlauna í ljósmyndasamkeppni Hraunavina um myndir úr Garðahrauni í tengslum við umdeilt vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg. Gunnsteinn Ólafsson tilkynnti hverjir hefðu hlotið verðlauninn og afhenti bókarverðlaun. Myndirnar munu birtast á heimasíðu haunavina (www.hraunavinir.net). Eftirfarandi hlutu verðlaun:
    1. 1. verðlaun: Kalla Malmquist
    2. 2. verðlaun: Þorbjörg Gígja
    3. 3. verðlaun: Ingibjörg Halla Hjartardóttir
    4. Erindi um „Kjarval í Gálgahrauni“: Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður flutir erindi um Jóhannes Kjarval og Þorstein Kjarval bróður hans og tengsl manns og náttúru. Var erindinu afar vel tekið af fundarmönnum.
    5. Önnur mál:
      1. Pétur Stefánsson fráfarandi formaður Hraunavina lagði fram eftirfarandi tillögu fráfarandi stjórnar að álytktun:

Ársfundur Hraunavina haldinn í Haukshúsi á Álftanesi 3. nóvember 2012 fagnar ákvörðun um sameiningu Álftaness og Garðabæjar í eitt sveitarfélag. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags að hafist verði handa sem fyrst um gerð nýs aðalskipulags fyrir hið sameinaða sveitarfélag og framkvæmdum við fyrirhugaðan nýjan Álftanesveg verði frestað meðan sú skipulagsvinna fer fram. Öryggi vegfarenda og íbúa við Álftanesveg verði tryggt með einföldum skammtímalausnum uns endanleg lausn er fengin.

Var tillagan rædd og síðan samþykkt samhljóða.

  1. Pétur Stefánsson fráfarandi formaður Hraunavina lagði síðan fram eftirfarandi tillögu að áskorun:  

Til Alþingis Íslendinga frá Hraunavinum, félagi áhugamanna um byggðaþróun og umhverfisvernd í Álftaneshreppi hinum forna:

Á fjárlögum þessa árs eru markaðar 550 m.kr í nýjan Álftanesveg. Væntanlega hefur háttvirtu Alþingi verið ókunnugt um að hinn nýi Álftanesvegur styðst við nær 20 ára gamalt aðalskipulag Garðabæjar og er áformaður eftir endilöngu Gálgahrauni. Gálgahraun er á náttúruminjaskrá og er eina óraskaða apalhraunið sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Hraunið geymir fyrirmyndir að miklum fjölda hraunmynda meistara Kjarvals, varðveitir fornar leiðir til Bessastaða og er einstök náttúru- og útilífsperla. Aðalfundur Hraunavina haldinn á Álftanesi 3. nóvember 2012 mótmælir því harðlega að skattfé borgaranna sé varið með þeim hætti að stórfelld og óafturkræf náttúruspjöll hljótist af og krefst þess að umræddri fjárveitingu verði frestað uns nýtt vegarstæði hefur verið valið sem samræmist nútíma sjónarmiðum um umhverfisvernd og sjálfsögðum rétti ófæddra Íslendinga.

Var tillagan rædd og síðan samþykkt samhljóða.

  1. Óli Björn Hannesson vakti athygli á náttúrverðmætum sem fólgin eru í gervigígum í Rjúpnadalshrauni, sem reyndar eru utan við félagssvæði Hraunavina.
  2. Reynir Ingibjartsson þakkað fráfarandi stjórnarmönnum samstarfið á liðnum árum.
  3. Steinar J. Lúðvíksson þakkaði fráfarandi stjórn Hraunavina fyrir störf hennar undanfarin ár.
  4.  Pétur Stefánsson fráfarandi formaður Hraunavina þakkaði Steinari J. Lúðvíkssyni fundarstjórn og sleit fundi kl.13:00.
Fundargerðir

Stjórnarfundur nr. 50

Fundur stjórnar haldinn 3. október 2012 kl. 17.00 í Haukshúsi á Álftanesi. read more »

Fundargerðir

Fundargerð nr. 45

Fundur stjórnar nr. 45

Haldinn 18. apríl 2012 í Súfistanum kl. 15.00 read more »

Fundargerðir

Fundargerð nr. 44

Stjórnarfundur nr. 44, haldinn 1. febrúar 2011 read more »

Fundargerðir

Fundargerð 12. desember 2011

Stjórnarfundur nr. 42. 12. desmber 2011 read more »

Fundargerðir

Fundargerð ársfundar 2011

Ársfundur Hraunavina var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 12. nóvember 2011 og hófst hann klukkan 11:00. Hér er hægt að lesa fundargerð ársfundarins. read more »