Author Archives: Jónatan Garðarsson

Búrfell og Búrfellshraun

BúrfellBúrfell og Búrfellsgjá eru í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins við suðausturenda Vífilsstaðahlíðar. Þetta er ein af mörgum perlum í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Það er auðvelt að ganga á Búrfell með viðkomu í fjárréttinni sem er í botni gjárinnar. Skammt frá Búfellsgjá eru vallgrónir vellir sem nefnast Garðavellir. Þar eru húsatóftir í brekkurótum sem enginn veit hversu gamlar eru. Sagnir eru um að þar hafi Garðakirkja staðið til forna. Það verður enginn svikinn af gönguferð um Búrfellsgjá.    read more »

Kjarvalsreitur

KjarvalsklettarnirHvenær á að vernda hraun og hvenær er réttlætanlegt að leggja það undir mannvirki? Þessi spurning leitaði á hugann fyrir tíu árum þegar fram komu hugmyndir um færslu Álftanesvegar út á Garðahraunið. Spurningin vaknaði aftur þegar framkvæmdir hófust við verslunarsvæðið í Urriðakotshrauni með ótrúlegu raski og vegaframkvæmdum, þrátt fyrir ákvæði um hverfisvernd hraunsins. Og nú blasir enn eitt málið við í Garðahrauni við Álftanesveg. Þar er nýtt hverfi að verða að veruleika steinsnar frá þeim stað sem Kjarval sat löngum stundum með trönur og olíuliti og töfraði fram listarverk sín. Nú eru uppi hugmyndir um að stækka byggingarreitinn enn frekar og raska þar með því svæði sem Kjarval hellaðist af. read more »