Ársskýrsla 2008-2009

Varda i SvinahrauniAðalfundur Hraunavina var haldinn 31. október 2009 kl. 14.00 í Haukshúsi á Álftanesi. Fundurinn fór vel fram og var hann ágætlega sóttur. Var stjórnin að mestu endurkjörin, en einn stjórnarmaður gaf ekki kost á sér vegna anna og var Þorsteinn Þorsteinsson kjörinn í hans stað.

Þegar venjubundnum aðalfundarstörfum var lokið flutti Kristinn Guðmundsson líffræðingur fróðlegt erindi um verndun Skerjafjarðar og svaraði fyrirspurnum. Hér er hægt að lesa ársskýrslu stjórnar Hraunavina:

 ÁRSSKÝRSLA  STJÓRNAR

Starfsárið  2008 –  2009

1.       Ársfundur 2008:

Ársfundur Hraunavina fyrir starfsárið 2007 – 2008 var haldinn að Straumi við Straumsvík laugardaginn 25. október 2008.

Á fundinum var öll stjórn félagsins endurkjörin til eins árs. Hana skipa:

                                Jónatan Garðarsson, Hafnarfirði

                                Reynir Ingibjartsson            „

                                Klara Lísa Hervaldsdóttir Garðabæ

                                Pétur Stefánsson                „

                                Ólafur  Proppé  Álftanesi

Engir reikningar voru lagðir fram þar eð félagið hafði hvorki haft tekjur né gjöld og eignir eru engar.  Á fundinum flutti Lovísa Ásbjörnsdóttir náttúrufræðingur fróðlegt erindi um samfélagið í Hraununum á árum áður.

2.       Starfsemi félagsins:

Á fyrsta fundi  stjórnar  skipti stjórnin með sér verkum þannig:

                                Pétur Stefánsson ,  formaður

                                Jónatan Garðarsson,  ritari

                                Klara Lísa Hervaldsdóttir, gjaldkeri

Stjórnin ákvað jafnframt að tilnefna sömu ármenn áfram næsta starfsár, þ.e.:

Af Álftanesi:                                       Elín Jóhannsdóttir

                                                                Gunnsteinn Ólafsson

                                                                Janus  Guðlaugsson

                                                                Sveinbjörn Baldvinsson

Í Garðabæ:                                         Eymundur S.  Einarsson

                                                                Jón Hjaltalín Ólafsson

                                                                Ólafur G. Einarsson

                                                                Óli Björn Hannesson

Í Hafnarfirði:                                       Margrét Guðmundsdóttir

                                                                Pétur Óskarsson

                                                                Sigurður Einarsson

Á árinu voru haldnir 8 bókaðir stjórnarfundir, auk óformlegra funda og þátttöku í vettvangsgöngum og kynningum. Stjórnin hélt óbreyttri stefnu að leita eftir jákvæðri samvinnu við sveitastjórnir á svæðinu og viðkomandi stofnanir.

3.       Einstök mál:

Stjórnin tók fyrir allmörg mál og má þar einkum nefna : 

HUGSANLEG STÆKKUN ODDFELLOWVALLAR.

Stjórnin aflaði sér upplýsinga um landamerki og eignarhald á hrauntröð  sunnan við Vífilsstaðahlíð. Niðurstaða var sú að þær upplýsingar kæmu ekki að haldi til að vernda hrauntröðina. Áfram yrði því að byggja á mikilvægi hraunsins m.t.t. náttúruverndar og útivistar um alla framtíð.

ÁLFTANESVEGUR

Hraunavinum barst neikvætt svar Garðabæjar dags. 23. maí 2008 við athugasemdum félagsins varðandi breytingar á legu fyrirhugaðs Álftanesvegar vegna Selskarðs.

Hinn 5. mars 2009 veitti bæjarstjórn Garðabæjar framkvæmdaleyfi fyrir hinum nýja Álftanesvegi um Garðahraun og Gálgahraun. Þetta vakti hörð viðbrögð ýmissa þeirra sem láta sér annt um umhverfi okkar.

Félagi okkar Gunnsteinn Ólafsson, ármaður félagsins á Álftanesi skrifaði  snarpa grein í Morgunblaðið 4. apríl 2009. Gunnsteinn gekk í málið af mikilli elju og var m.a. „primus motor“ að tveim fjölmennum skoðunarferðum um hraunið, dagana 19. og 25. apríl. Þátttakendur voru milli 100 og 150 manns í hvorri göngu um sig, og helgaði allsherjargoði kletta við Engidalsstig í hinni síðari göngu. Áður hafði Gunnsteinn merkt helstu göngustíga.

Þá var gengið á vettvang 20. apríl og fundur haldinn með fulltrúum bæjarstjórnar Garðabæjar, Vegagerðarinnar og Fornleifaverndar ríkisins. Á þeim fundi voru ítrekaðar efasemdir fulltrúa Hraunavina, að fullnægjandi upplýhsingar um fornminjar í hrauninu hefðu legið fyrir þegar umhverfismat fór fram.

Fulltrúar Hraunavina áttu síðan fund með Fornleifavernd ríkisins hinn 7. maí 2008 og lögðu þar m.a. fram hugmyndir sínar að annarri legu nýs Álftanesvegar, sem aðeins skerti hraunið óverulega.  Sömu hugmyndir voru einnig óformlega kynntar bæjarstjóranum í Garðabæ, en þær miða að því að vegurinn lægi í meginatriðum milli „hrauns og hlíðar“ en færi aðeins óverulega upp á hraunið. Stjórn Hraunavina ritaði Fornleifavernd síðan bréf dags. 27. maí 2008 og ítrekaði áhyggjur sínar.

Væntanlega hafa þessar hræringar orðið til þess að Vegagerðin breytti fyrirhugaðri röð framkvæmda við veginn og tók einungis fyrir nýtt hringtorg við Bessastaði í 1. áfanga.

Fyrir forgöngu Gunnsteins Ólafssonar, var safnað 1800 – 1900 undirskriftum á netinu og í gönguferðunum tveimur. Félagið efndi líka til hreinsunarátaks í Garðahrauni 24. maí 2008 í samráði við umhverfissvið Garðabæjar.

SUÐVESTURLÍNA

Formaður sótti kynningarfund vegna fyrirhugaðrar suðvesturlínu.  Lega línunnar hefur enn ekki verið endanlega ákveðin, en ljóst er að boðið er upp á valkost sem verulega tekur tillit til sjónarmiða sem Jónatan Garðarsson hefur komið á framfæri við skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði. Línan hefur enn ekki verið auglýst sem breyting á skipulagi, en mikilvægt að fylgjast með því.

FJÁRMÁL

Stjórnin hefur nokkuð leitað eftir starfsstyrkjum í ýmsa sjóði, svo sem þjóðhátíðarsjóð og náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar, en án árangurs. Fjárskortur hamlar því að unnt sé að leggja í nokkur þau verkefni sem til umræðu hafa komið hjá stjórninni,  svo sem kortagerð eða örnefnaskráningu. Félagið hefur þó nýverið komið sér upp eigin bankareikningi og væntir þess að hann fái eitthvert hlutverk innan tíðar.

4.       Eftirmál ársins

Starfsemi félagsins á yfirstandandi ári ber mjög merki efnahagshrunsins  sem varð í byrjun starfsársins.

Þungamiðja starfsins varð því glíman um Álftanesveginn eins og áður sagði og er framganga félaga okkar Gunnsteins Ólafssonar þar eftirminnileg.  Margt er þó í deiglunni og mikilvægt er að nýta það hlé sem orðið er á framkvæmdum til að koma sjónarmiðum Hraunavina að sem víðast, áður en framkvæmdir hefjast á ný af fullum þunga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *