Hraunavinir

Stofnfundur Hraunavina var haldinn Karl i klettií Garðaholti laugardaginn 10. apríl 2007. Hraunavinir byggja á sjálfboðastarfi, engin félagsgjöld verða innheimt, en heimilt er að afla styrkja til að fjármagna einstök verkefni. Félagaskrá skal byggjast upp af netföngum og upplýsingum safnað saman á heimasíðu fyrir hópinn.

Halda skal ársfund fyrir lok október og boða til hans með minnst viku fyrirvara. Félagar teljast þeir sem eru á póstlista Hraunavina eða skrá sig á ársfundi. Kjósa skal fimm manna stjórn á ársfundi sem skiptir með sér verkum. Miða skal við að í henni séu tveir búsettir í Garðabæ, tveir í Hafnarfirði og einn af Álftanesi. Starfstímabilið er milli aðalfunda og formaður boðar til stjórnarfunda þegar þurfa þykir.

Meirihluti stjórnar skuldbindur félagið. Verði Hraunavinir lagðir niður, skal það gert á ársfundi og með meirihluta greiddra atkvæða. Þá verður samþykktum hópsins aðeins breytt á ársfundi með meirihluta atkvæða. Verði hópurinn lagður niður, skal eignum félagsskaparins, ef einhverjar eru, ráðstafað til félags eða samtaka með svipað markmið. Félagið Hraunavinir er félagsskapur sem lætur sér annt um byggðaþróun og umhverfismál í Álftaneshreppi hinum forna, einkum hið sérstæða umhverfi, hraun, vötn og strendur sem teljast til bæjarlands í Garðabæ, Hafnarfirði og á Álftanesi. Heimili og varnarþing er í Garðabæ.

Félagið skiptist í þrjár deildir:

  • Hafnarfjarðardeild sem velur tvo stjórnarmenn.
  • Garðabæjardeild sem velur tvo stjórnarmenn.
  • Álftanesdeild sem velur einn stjórnarmann.

Að auki starfa ármenn með stjórninni og vaka yfir velferð hrauna og umhverfisins á félagssvæði Hraunavina.

Stjórn Hraunavina 2009-2010:

  • Pétur Stefánsson,formaður: ps (hjá) yfn.is
  • Jónatan Garðarsson, ritari: jonatang (hjá) simnet.is
  • Ólafur Proppé, gjaldkeri: proppe (hjá) hi.is
  • Reynir Ingibjartsson, meðstjórnandi: reyniring (hjá) internet.is
  • Þorsteinn Þorsteinsson, meðstjórnandi: thorst (hjá) fg.is

Stjórn Hraunavinar 2007-2009:

  • Stjórn Hraunavinar 2007-2009:
  • Pétur Stefánsson,formaður: ps (hjá) yfn.is
  • Jónatan Garðarsson, ritari: jonatang (hjá) simnet.is
  • Klara Lísa Hervaldsdóttir, gjaldkeri: giskla (hjá) mi.is
  • Reynir Ingibjartsson, meðstjórnandi: reyniring (hjá) internet.is
  • Ólafur Proppé, meðstjórnandi: proppe (hjá) hi.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *