Ýmsum spurningum enn ósvarað

20131023_144330

Reykjavík vikublað fjallar ítarlega um dóm Hæstaréttar yfir níumenningunum sem sættu ákæru fyrir að vilja standa vörð um náttúruperlur í Gálgahrauni og voru handteknir ásamt fjölda annarra í viðamiklum og þrautskipulögðum aðgerðum lögreglu þann 21. október 2013.

Ingimar Karl Helgason ritstjóri fjallar um málið í leiðara.  Þar segir m.a.

Enda þótt hér hafi Hraunavinir sannarlega unnið sigur, þá er hér hópur fólks sem hefur þurft að glíma við handtöku, ákærur og dóma um margra mánaða skeið. Og fyrir hvað? Fyrir að sitja á rassinum fyrir íslenska náttúru.

Því hefur ekki enn verið svarað hvernig á því stóð að allir þessir lögreglumenn voru staddir í Hrauninu þennan morgun. Lögreglumenn kunna jafnvel að hafa verið fleiri en þau sem söfnuðust saman snemma dags til friðsamlegra mótmæla.

Leiðara Ingimars, Dagsform og duttlungar, má lesa í heild sinni hér:

https://rvkv.wordpress.com/2015/05/30/dagsform-og-duttlungar/

Umfjöllun blaðsins má sjá hér:

https://rvkv.wordpress.com/2015/05/30/nyr-tonn-i-natturuverndarmalum/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *