Friðun nyrsta hluta Gálgahrauns

Solarlag i GalgahrauniGunnar Einarsson bæjarstjóri Garðarbæjar og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfestu friðlýsingu nyrsta hluta Gálgahrauns, ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar í landi bæjarins með undirskriftum sínum 6. októbe 2009.  Samkvæmt auglýsingu sem birt var í Stjórnartíðindum í kjölfar friðlýsingarinnar er markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns: að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð.

GalgaklettarnirJafnframt kemur fram að: Verndargildi svæðisins byggir m.a. á því að verndarsvæðið í Gálgahrauni er á þessu svæði að mestu ósnortið. Þar sem hraunjaðarinn nær í sjó fram hefur rofmáttur úthafsöldunnar verið lítill í innvíkunum Arnarnesvogi og Lambhúsatjörn og er hraunið því að mestu eins og þegar það rann. Forsendur frið­lýsingarinnar eru jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar, en í hrauninu er m.a. forn gata, Fógetagata og forn aftökustaður, Gálgaklettur, sem hraunið dregur nafn sitt af.

Hledslur i gjotuMörk hins friðlýsta svæðis eru að norðanverðu frá eignarlandi Selskarðs, norðurströnd Gálgahrauns meðfram mörkum verndarsvæðis Skerjafjarðar að deiliskipulagssvæði Sjálandshverfis. Að austan- og sunnanverðu eru mörkin veghelgunarsvæði Vífilsstaðavegar og Álftanesvegar samkvæmt aðal­skipulagi Garðabæjar 2004-2016 með síðari breytingum að landi Selskarðs. Stærð svæðisins er 1,0815 km² eða 108,15 ha að stærð.

Þessi friðun er afar mikilvæg, en áætlanir eru uppi um að friða mun stærri hluta þess hrauns sem rann úr Búrfellsgígnum fyrir um 7000 árum. DocumentActions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *