Category Archives: Hraun

Hraun

Hraun

Fallegir ískristallar

 

Fyrstu dagana í desember hefur náttúran skartað sínu fegursta í froststillunum sem hafa verið dögum saman á suðvesturhorninu. Ískristallar og héla mynda skrautlegar frostrósir á hraunklettum, stráum og lyngi hvert sem litið er. Jarðvegurinn er gaddfreðinn og kristallarnir glitra og sindra dulúðugu geislaflóð þá stuttu stund yfir daginn þegar sólin er enn á lofti. Það er vel þess virði að klæða sig í skjólgóðan fatnað og góða gönguskó og halda í gönguferð eitthvað út í náttúruna til þess eins að njóta þessa sérstæða náttúrufyrirbæris á meðan svona er ástatt. read more »

Hraun

Ný gönguleiðabók

Forsíða bókarinnar

Reynir Ingibjartsson, stjórnarmaður í Hraunavinum, gaf nýverið út bókina: Náttúran við bæjarvegginn – 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Eins og nafnið gefur til kynna lýsir Reynir 25 hringleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Flestar eru þær í námunda við vötn, ár eða strendur hér í nánasta umhverfi mesta þéttbýlissvæðis landsins. Þeir sem hafa áhuga á að kanna nýjar slóðir eða bæta við þekkingu sína á stöðum sem eru í snertifæri, ættu að tryggja sér eintak og fara út að ganga.    read more »

Hraun

Suðvesturlína – athugasemdafrestur til 28. júlí 2010. Þeir sem ekki gera athugasemd teljast samþykkir línulögninni.

Suðvesturlína fer inn á óraskað svæði í Almenningi

Ágæt mæting var í göngu Hraunavina um fyrirhugað línustæði Suðvesturlína í Almenningi sem farin var miðvikudagskvöldið 9. júní. Veður var milt en það rigndi aðeins á göngufólkið því það gekk á með skúrum. Veðrið var ekki til trafala, enda gott að fá rigningaskúr þar sem mjög þurrt hefur verið að undanförnu. Gróðurinn í Almenningi er óvenju snemma á ferðinni og gróskan með mesta móti. Allt birki- og víðikjarrið er löngu orðið grænt og sóttist ferðin seint vegna þess að víða þurfti að krækja fyrir þéttvaxnar kjarrbreiður. Gróðurinn hefur tekið gríðarlegan vaxtakipp síðasta áratuginn og eru margar birkirunnar orðnir rúmlega tveggja metra háir.

Fyrst var komið við í Fjárborginni, en ef valkostur B verður valinn fyrir Suðvesturlínur munu háspennumöstrin liggja suðaustan við Fjárborgina á skógræktarsvæði þar sem byrjað var að plantá út fyrir tæplega 60 árum. Ef þessi línuleið verður valin mun nýja spennistöðin vera nokkur hundruð metra frá Gjáseli og línan fara yfir mitt selið og mjög nærri Straumsseli og Óttarsstaðaseli.

Línuleið A er illskárri kostur en línuleið B, þó svo að báðar eigi að fara um mjög merkilegt og fallegt náttúru- og minjasvæði sem nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Að mati margra Hraunavina eru báðir kostirnir ómögulegir og mun nær hefði verið að setja allar raflínurnar í jörðu í núverandi línuvegastæði eins og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir.

Línuleið A mun sneiða mjög nærri þremur seljum

Göngufólk lýsti yfir undrun sinni yfir þessum áformum og spurði ítrekað hvaða öfl það væru sem óskuðu eftir að flytja háspennulínuna svo sunnarlega í þetta fallega og gróna land. Svarið er einfalt. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa óskað eftir færslu línunnar.

Hægt er að lesa athugasemdir tveggja stjórnarmanna Hraunavina sem eru báðir Hafnfirðingar, hér fyrir neðan. read more »

Hraun

Náttúran í vetrarbúningi

Tíðin hefur verið einstaklega góð og varla hægt að tala um að veturinn hafi látið á sér kræla hér sunnanlands þó svo að Vestfirðingar, Norðlendingar og Austfirðingar hafi fengið sinn skammt af snjó og frosti. Lengi leit út fyrir að jólin yrðu rauð á Suðvesturhorninu en á Aðfangadagskvöld þyrluðust örfá snjókorn af himni og snjófölið þakti jörðina nægjanlega til að skapa þá stemningu sem við kjósum okkur yfir jólahátíðina. Hér eru nokkrar náttúrumyndir sem teknar voru í Almenningi í Hraunum á þriðja dag jóla. Njótið vel. read more »

Hraun

Friðun nyrsta hluta Gálgahrauns

Solarlag i GalgahrauniGunnar Einarsson bæjarstjóri Garðarbæjar og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfestu friðlýsingu nyrsta hluta Gálgahrauns, ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar í landi bæjarins með undirskriftum sínum 6. októbe 2009.  Samkvæmt auglýsingu sem birt var í Stjórnartíðindum í kjölfar friðlýsingarinnar er markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns: að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð. read more »

Hraun

Berjatíð

BerjalyngNú ættu allir Hraunavinir að nýta sér það sem hraunin á höfuðborgarsvæðinu gefa af sér því berjaspretta hefur verið óvenjugóð á þessu hlýja og góða sumri. Ágætis berjalönd eru í Gálgahrauni, víða í Garðahrauni, Stekkjarhrauni, Gráhelluhrauni, Smyrlabúðahrauni, Vífilsstaðahrauni og öðrum hlutum Búrfellshrauns. read more »

Hraun Minjar

Kapellan í Kapelluhrauni

Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru
Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru

Kapellan er lítið byrgi sem stendur á hraunhól í Kapelluhrauni á móts við mitt álverið sem stendur við Straumsvík. Þangað liggur hliðarvegur af Reykjanesbraut sem er merktur Gámasvæðinu. Lítið ber á kapelluhólnum en þegar nær er komið sést hann. Fara þarf niður litla brekku og þar er bifreiðastæði og skilti með upplýsingum um heilaga Barböru. read more »

Hraun

Gálgahraun á heimsminjaskrá Unesco?

Varða vid MóslóðaFornar leiðir um Ísland eru merkileg heimild um sögu þjóðarinnar. Þær hafa margar hverjar glatast í tímans rás en á síðustu árum hafa menn gert sér far um að finna þær að nýju, tínt saman vörðubrot og reynt að ráða í landslag til þess að áætla spor genginna kynslóða. read more »

Hraun

Rauðamelsstígur – stutt lýsing

129. Hraunin sel Óttarsstaða að voriEin af gömlu þjóðleiðunum milli Hrauna og Krýsuvíkur nefnist Rauðamelsstígur en leiðin gekk líka undir fleiri nöfnum s.s. Óttarstaðaselsstígur og Skógargata. Rauðamelsnafnið var þekktast og var það dregið af tveimur myndarlegum rauðmalarhólum sem stóðu norðvestarlega í Gvendarbrunnshæð í Óttarstaðalandi. Hólarnir risu hátt yfir hraunhæðirnar í kring og voru áberandi kennileiti. Nyrsti hluti götunnar lá á milli Stóra-Rauðamels og Litla Rauðamels. Þar sem þessir myndarlegu rauðmalarhólar stóðu fyrrum er nú djúp náma með lítilli grunnvatnstjörn sem kölluð hefur verið Rauðamelstjörn. read more »

Hraun

Selvogsgata – leiðarlýsing

Selvogsgata er gömul þjóðleið sem aðallega var farin þegar bændur og búalið í Selvogi og Ölfusi sóttu kaupstað í Hafnarfirði. Einnig var hún notuð af vermönnum. Þegar enskir athafnamenn hófu brennisteinsvinnslu í Brennisteinsfjöllum um miðja 19. öldina var þetta aðal flutningaleiðin, enda var brennisteininum skipað út frá Hafnarfirði. Á síðustu árum hefur Selvogsgatan verið vinsæl gönguleið útivistarfólks. read more »